Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Rahm ætlar ekki að missa af fæðingu frumburðarins | Toppbarátta á Masters breytir því ekki
Jon Rahm.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 5. febrúar 2021 kl. 22:27

Rahm ætlar ekki að missa af fæðingu frumburðarins | Toppbarátta á Masters breytir því ekki

Að vinna Masters mótið er mikilvægt fyrir Jon Rahm en ekki eins mikilvægt og að vera viðstaddur fæðingu frumburðarins, þetta sagði Rahm við blaðamenn á Waste Management Phoenix Open mótinu.

Rahm og eiginkona hans Kelley eiga von á sínu fyrsta barni um mánaðarmótin mars-apríl. Eins og vanalega er fyrsta risamót ársins í byrjun apríl og gæti því Rahm hugsanlega misst af eða einfaldlega þurft að draga sig úr mótinu vegna fæðingar sonar síns.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Áður en einhver spyr, þá já, ef ég er að leika vel á Augusta [völlurinn sem Masters mótið er leikið á] og hún mun byrja að fá, þú veist byrja, þá flýg ég heim. Ég mundi aldrei vilja missa af fæðingu frumburðarins, og ekki heldur öðrum fæðingum ef því er að skipta.“

Rahm býr vel að því að eiga móður sem er ljósmóðir.

„Ég held að aðra vikuna í mars séu komnar 36 vikur og mamma, sem er ljósmóðir, hefur oft sagt að þá geti þetta alveg farið af stað hvenær sem er. Þannig ég er að fara gera það. Ég hef talað um það áður og ég hef talað um það við hana. Það skiptir ekki máli hvar ég er eða hvað ég er að gera, ef síminn hringir þá er ég að fara að fljúga til baka til að vera við fæðingu sonar míns.“