Golfbúðin haustútsala
Golfbúðin haustútsala

Fréttir

Rahm valinn kylfingur ársins á Evrópumótaröð karla
Jon Rahm.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 16:25

Rahm valinn kylfingur ársins á Evrópumótaröð karla

Spánverjinn Jon Rahm var í dag valinn kylfingur ársins 2019 á Evrópumótaröð karla eftir frábært tímabil.

Meðal afreka Rahm á árinu voru sigrar hans á Opna írska mótinu, Opna spænska mótinu og lokamóti tímabilsins, DP World Tour Championship. Þá varð Rahm í öðru sæti á BMW PGA meistaramótinu, níunda sæti á Masters, þriðja sæti á Opna bandaríska og öðru sæti á Valderrama Masters.

Rahm varð stigameistari á Evrópumótaröðinni eftir baráttu gegn Tommy Fleetwood sem varð í öðru sæti annað árið í röð.

Rahm er þriðji Spánverjinn sem hlýtur þessa nanfbót en áður höfðu þeir Seve Ballesteros (1986, 88, 91) og Sergio Garcia (2017) verið valdnir kylfingar ársins.

Kylfingar ársins á Evrópumótaröð karla síðustu 10 ár:

2019: Jon Rahm
2018: Francesco Molinari
2017: Sergio Garcia
2016: Henrik Stenson
2015: Rory McIlroy
2014: Rory McIlroy
2013: Henrik Stenson
2012: Rory McIlroy
2011: Luke Donald
2010: Martin Kaymer & Graeme McDowell