Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Rose fór vel af stað í titilvörninni
Justin Rose. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 22:16

Rose fór vel af stað í titilvörninni

Fyrsti hringur Turkish Airlines Open mótsins fór fram í dag í Tyrklandi á Evrópumótaröð karla. Margir af bestu kylfingum mótaraðarinnar mættu til leiks enda lokaspretturinn framundan á tímabilinu.

Tom Lewis og Matthias Schwab deila fyrsta sætinu eftir að hafa leikið á 65 höggum eða 7 höggum undir pari. 

Schwab hefur leikið flott golf á tímabilinu og er nú þegar búinn að enda níu sinnum meðal 10 efstu en hann er enn í leit að sínum fyrsta sigri á mótaröðinni. Lewis hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni en í báðum tilfellum sigraði hann á Portugal Masters.

Englendingurinn Justin Rose, sem hefur titil að verja í mótinu, lék fyrsta hringinn á 67 höggum og er í toppbaráttunni. Rose endaði daginn á þremur fuglum í röð og er jafn Danny Willett, Thomas Detry, Benjamin Hebert, Scott Jamieson og Joost Luiten í sjötta sæti.

Staða efstu manna:

65 högg: T Lewis (Eng), M Schwab  (Aut),
66 högg: A Noren  (Swe), D Lipsky (USA), T Pieters  (Bel),
67 högg: J Rose (Eng), T Detry  (Bel), B Hebert  (Fra), D Willett  (Eng), S Jamieson  (Sco), J Luiten (Ned),

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.