Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Saga endaði í 21. sæti | Rúnar endaði í 30. sæti
Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 12. janúar 2020 kl. 19:01

Saga endaði í 21. sæti | Rúnar endaði í 30. sæti

Þau Rúnar Arnórsson GK og Saga Traustadóttir GR luku í gær leik á Suður-ameríska áhugamannamótinu sem fram fór í Síle. Leikið var á Sport Francés vellinum í Santiago. Saga átti sinn besta hring í gær og endaði jöfn í 21. sæti á meðan Rúnar endaði jafn í 30. sæti.

Saga hóf leik á 1. holu í gær og var um tíma komin á tvö högg yfir par. Hún nældi sér þó í tvo fugla og lék fyrri níu holurnar á pari. Á síðari níu holunum fékk Saga einn fugl og einn skolla og endaði því hringinn á 72 höggum, eða pari vallar. Hún endaði mótið á samtals 19 höggum yfir pari og varð jöfn í 21. sæti.

Rúnar hóf einnig leik á 1. holu og lék fyrstu níu holurnar á tveimur höggum yfir pari. Á einum tímapunkti á síðari níu holunum var Rúnar kominn á sex högg yfir par. Hann náði þó að laga stöðu sína aðeins með fugli á 17. holunni. Þar við sat og endaði hann hringinn á 77 höggum, eða fimm höggum yfir pari. Mótið endaði Rúnar á níu höggum yfir pari og varð hann jafn í 30. sæti.

Í kvennaflokki var það kólumbíski kylfingurinn Maria Jose Bohorquez sem fagnaði sigri á samtals 4 höggum undir pari á meðan það var Benjamin Saiz-Wenz sem fagnaði sigri í karlaflokki á samtals 11 höggum undir pari.

Hérna má nálgast lokastöðuna í kvennaflokki og karlaflokki.