Fréttir

Seamus Power sigraði á Barbasol Championship eftir bráðabana
Hinn írski Seamus Power tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í gær
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 19. júlí 2021 kl. 08:56

Seamus Power sigraði á Barbasol Championship eftir bráðabana

PGA mótaröðin fór ekki í frí um helgina þrátt fyrir að flestir bestu kylfingar heims hafi leikið á Opna mótinu.

Á Barbasol Championship sem fram fór í Kentucky var tækifæri fyrir minna þekkta kylfinga til að sýna hvað í þeim býr.

Eftir jafna og spennandi kepnni þar sem að minnsta kosti 10 kylfingar voru í baráttunni um sigurinn voru það Seamus Power og J.T. Poston sem enduðu efstir á 21 höggi undir pari.

Þeir þurftu því að fara í bráðabana þar sem Írinn Seamus Power sigraði á 6. holu bráðabanans. Hann tryggði sér þar með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni.

Lokastaðan í mótinu