Fréttir

Sigmundur Einar keppti á Evrópumóti áhugamanna
Svala Óskarsdóttir og Sigmundur Einar Másson urðu Íslandsmeistarar 35 ára og eldri í fyrra.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 22:29

Sigmundur Einar keppti á Evrópumóti áhugamanna

Sigmundur Einar Másson úr GKG tók þátt á Evrópumóti áhugamanna fyrir 30 ára og eldri á dögunum.

Sigmundur Einar vann sér inn keppnisrétt á þessu móti með sigri sínum á Íslandsmóti +35 sem fram fór í fyrra í Grindavík.

Evrópumót 30 ára og eldri fór fram í Finnlandi og voru leiknar 54 holur með niðurskurði eftir 36 holur. Sigmundur náði niðurskurðinum og endaði í 41. sæti á 9 höggum yfir pari (76-74-75 höggum).

Þetta var í tólfta sinn sem hinn Sigmundur Einar, sem varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2006, tekur þátt á Evrópumóti. Hann hefur leikið á EM í öllum aldursflokkum nema EM öldunga.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.