Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Sigurður Arnar Garðarsson meðal efstu manna í Flórída
Sigurður Arnar Garðarsson
Sunnudagur 19. mars 2017 kl. 07:48

Sigurður Arnar Garðarsson meðal efstu manna í Flórída

Sigurður Arnar Garðarsson, afrekskylfingur úr GKG er á meðal þátttakenda á sterku unglingamóti sem fer fram í Flórída um helgina. Mótið sem er hluti af IMG unglinga golf mótaröðinni og er leikið á Victoria Hills vellinum.

Fyrsti hringur var leikinn í gær og lék Sigurður Arnar á 77 höggum, eða fimm höggum yfir pari og er jafn í 8. sæti. Á hringnum fékk hann fimm skolla og 13 pör.

Örninn 2025
Örninn 2025

Efsti maður er á tveimur höggum yfir pari, sem þýðir að Sigurður Arnar er einungis þremur höggum á eftir og með góðum hring í dag á hann góða möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.