Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Staðan á stigalista GSÍ mótaraðarinnar eftir Íslandsmótið í holukeppni
Saga Traustadóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 25. júní 2019 kl. 20:19

Staðan á stigalista GSÍ mótaraðarinnar eftir Íslandsmótið í holukeppni

Nýr og uppfærður stigalisti á Mótaröð þeirra bestu hefur verið birtur eftir að þriðja móti sumarsins, Íslandsmótinu í holukeppni, er lokið. Dagbjartur Sigurbrandsson og Saga Traustadóttir, bæði úr Golfklúbbi Reykjavíkur, eru efst.

Fyrir helgina hafði Dagbjartur unnið bæði mót sumarsins. Hann komst aftur á móti ekki upp úr sterkum riðli og varð því að sætta sig við að fá aðeins 133 stig. Hann er þó enn efstur en forysta hans hefur þó minnkað. Ólafur Björn Loftsson var í öðru sæti stigalistans fyrir helgina og hann endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. Hann er nú kominn með 2013 stig og minnkar því forystu Dagbjarts úr 1320 stigum niður í 520.

Sigurvegari helgarinnar, Rúnar Arnórsson, var í 26. sæti stigalistans fyrir helgina með aðeins 249 stig. Hann hlaut aftur á móti 1333 stig fyrir sigurinn og er við það kominn upp í þriðja sætið með 1582 stig.

Fyrir helgina var Ragnhildur Kristinsdóttir í efsta sætinu en Saga Traustadóttir bar sigur úr býtum í holukeppninni. Hún er því komin í efsta sætið með 2713 stig en fyrir helgina var hún í fjórða sæti með 1380 stig. Ragnhildur endaði í öðru sæti í holukeppninni og fékk hún því 933 stig. Hún er því kominn með 2565 stig í öðru sæti listans. Að lokum eru það þær Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir sem deila þriðja sætinu með 2023 stig.

Aðeins tvö mót eru eftir af tímabilinu en næsta mót er KPMG-mótið sem fram fer á Hvaleyrarvelli og að lokum er það Íslandsmótið í höggleik sem verður leikið á Grafarholtsvelli.

Listann í heild sinni má sjá hérna.

Staðan í báðum flokkum eftir þrjú mót á þessu tímabili má sjá hér fyrir neðan:

1 Dagbjartur Sigurbrandsson GR 2533.00
2 Ólafur Björn Loftsson GKG 2013.00
3 Rúnar Arnórsson GK 1582.00
4 Hákon Örn Magnússon GR 1399.00
5 Sigurður Arnar Garðarson GKG 1279.00
6 Jóhannes Guðmundsson GR 1206.60
7 Ragnar Már Ríkarðsson GM 1195.00
8 Kristófer Karl Karlsson GM 1189.00
9 Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 901.40
10 Björn Óskar Guðjónsson GM 886.00

1 Saga Traustadóttir GR 2713.00
2 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 2565.00
3 Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 2023.00
3 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 2023.00
5 Helga Kristín Einarsdóttir GK 1690.00 
6 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 1192.00
7 Hafdís Alda Jóhannesdóttir GK 1117.00
8 Eva Karen Bjönrsdóttir GR 1072.00
9 Anna Sólveig Snorradóttir GK 739.00
10 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 600.00


Dagbjartur Sigurbrandsson.