Fréttir

Stúlknalandsliðið endaði í 15. sæti í höggleiknum
Frá vinstri: Andrea Ýr, Perla Sól, Jóhanna Lea, María Eir. Mynd/KMÞ.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 23. september 2020 kl. 21:25

Stúlknalandsliðið endaði í 15. sæti í höggleiknum

Íslenska stúlknalandsliðið í golfi hóf í dag leik á Evrópumóti landsliða sem fer fram í Slóvakíu. Í dag léku liðin höggleik en næstu daga fer holukeppni fram þar til úrslitin ráðast þann 26. september.

Íslenska liðið endaði í 15. sæti í höggleiknum sem þýðir að liðið leikur í B-riðli næstu daga og getur hæst endað í 9. sæti.

Skor Íslands í höggleiknum var eftirfarandi: 

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 80 högg (+8)
Andrea Ýr Ásmunsdóttir 76 h0gg (+4)
María Eir Guðjónsdóttir 84 högg (+12)
Perla Sól Sigurbrandsdóttir 75 högg (+3)

Á morgun, fimmtudag, keppir liðið gegn Pólverjum. Sigurliðið úr þeirri viðureign leikur um 9.-12. sæti en tapliðið leikur um sæti 13-16.

Hér er hægt að sjá skor allra keppenda og úrslit leikja.

A-riðill:

 1. Svíþjóð 209 högg (-7)
 2. Þýskaland 212 högg (-4)
 3. Holland 212 högg (-4)
 4. Sviss 213 högg (-3)
 5. Frakkland 215 högg (-1)
 6. Slóvakía 217 högg (+1)
 7. Danmörk 218 högg (+2)
 8. Rússland 221 högg (+5)

B-riðill:

 1. Tékkland 223 högg (+7)
 2. Pólland 223 högg (+7)
 3. Belgía 224 högg (+8)
 4. Spánn 225 högg (+9)
 5. Ítalía 226 högg (+10)
 6. Austurríki 229 högg (+13)
 7. Ísland 231 högg (+15)
 8. Slóvenía 235 högg (+19)