Fréttir

Stúlknalandsliðið endaði í 16. sæti á EM
Frá vinstri: Andrea Ýr, Perla Sól, Jóhanna Lea, María Eir. Mynd/KMÞ.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 26. september 2020 kl. 18:21

Stúlknalandsliðið endaði í 16. sæti á EM

Stúlknalandslið Íslands í golfi endaði í 16. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem fór fram á Borsa golfvellinum á Green Resort í Slóvakíu.

Fyrsta keppnisdaginn var leikinn höggleikur þar sem þrjú bestu skorin í hverju liði töldu og komust 8 efstu þjóðirnar í A-riðil. Liðin sem enduðu í sætum 9-16 kepptu í B-riðli en íslenska liðið endaði í 15. sæti í höggleikskeppninni.

Í riðlakeppninni mætti íslenska liðið Póllandi, Austurríki og Slóveníu og tapaði öllum leikjunum og endaði því í 16. sæti. 

Breyta þurfti ferðatilhögun íslenska liðsins með skömmum fyrirvara í gær vegna Covid-19 ástandsins sem nú ríkir í heiminum. Af þeim sökum gat íslenska liðið ekki leikið gegn Slóveníu um 15. sætið í dag. Íslenska liðið er nú á leið heim með beinu flugi frá Vín í Austurríki.

Íslenska liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir og María Eir Guðjónsdóttir. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ er þjálfari liðsins og Kristín María Þorsteinsdóttir liðsstjóri.

Skor Íslands í höggleiknum var eftirfarandi:

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 80 högg (+8)
Andrea Ýr Ásmunsdóttir 76 h0gg (+4)
María Eir Guðjónsdóttir 84 högg (+12)
Perla Sól Sigurbrandsdóttir 75 högg (+3)