Golfbúðin #Siglo
Golfbúðin #Siglo

Fréttir

Sveitir GK tilbúnar fyrir Íslandsmót Golfklúbba
Klúbbmeistarar GK Rúnar Arnórsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir verða í eldlínunni með sveitum sínum í íslandsmóti Golfklúbba.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 21. júlí 2020 kl. 20:00

Sveitir GK tilbúnar fyrir Íslandsmót Golfklúbba

Keppnissveitir Golfklúbbsins Keilis (GK) fyrir Íslandsmót golfklúbba árið 2020 hafa verið valdar. Keppnin fer fram hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbbinum Oddi núna um helgina, 23.-25. júlí.

GK hafnaði í þriðja sæti í keppninni í fyrra bæði í karla- og kvennaflokki. Báðar sveitir höfðu þá betur gegn sveitum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Karlasveit Keilis hefur 15 sinnum landaði titlinum á meðan kvennasveitin hefur gert það 13 sinnum. Aðeins Golfklúbbur Reykjavíkur hefur unnið titilin oftar í bæði karla- og kvennaflokki.

Lið GK 2020 skipa:

Karlar:

Axel Bóasson
Bjarni Sigþór Sigurðsson
Birgir Björn Magnússon
Daníel Ísak Steinarsson
Helgi Snær Björgvinsson
Rúnar Arnórsson
Svanberg Addi Stefánsson
Vikar Jónasson

Konur:

Anna Sólveig Snorradóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Hafdís Alda Jóhannsdóttir
Helga Kristín Einarsdóttir
Inga Lilja Hilmarsdóttir
Signý Arnórsdóttir
Sigurlaug Rún Jónsdóttir
Þórdís Geirsdóttir

Liðin í 1. deild karla (riðill):

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A)
Golfklúbbur Reykjavíkur (B)
Golfklúbburinn Keilir (B)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
Golfklúbbur Akureyrar (A)
Golfklúbbur Suðurnesja (B)
Golfklúbbur Vestmannaeyja (B)
Golfklúbburinn Leynir (A)

Liðin í 1. deild kvenna (riðill):

Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar (A)
Golfklúbbur Reykjavíkur (B)
Golfklúbburinn Keilir (B)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A)
Golfklúbbur Suðurnesja (A)
Golfklúbburinn Oddur (B)
Golfklúbbur Sauðárkróks (B)
Golfklúbbur Vestmannaeyja (A)