Sverrir og Ólafur á lægsta skorinu á Grafarholtsvelli
Opna Örninn Golfverslun fór fram á Grafarholtsvelli við fínar aðstæður á sunnudaginn. Full þátttaka var í mótinu og voru nokkrir kylfingar sem léku mjög flott golf.
Sverrir Haraldsson og Ólafur Björn Loftsson léku á lægsta skorinu en þeir spiluðu báðir á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Sverrir hlaut verðlaun fyrir besta skorið þar sem hann lék betur á seinni níu.
Siggeir Vilhjálmsson endaði efstur í punktakeppni í karlaflokki og Alda Harðardóttir efst í kvennaflokki. Öll helstu úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan.
Besta skor: Sverrir Haraldsson, 68 högg
Punktakeppni karla:
Siggeir Vilhjálmsson, 41 punktar
Björn Friðþjófsson, 38 punktar (bestur á seinni 9)
Stefán Þór Hallgrímsson, 38 punktar (betri á seinustu 3)
Punktakeppni kvenna:
Alda Harðardóttir, 39 punktar
Hulda Clara Gestsdóttir, 36 punktar (betri á seinni 9)
Oddný Sigsteinsdóttir, 36 punktar
Nándarverðlaun:
2.braut - Ísleifur Arnórsson, 0,71m
6.braut - Siggeir Vilhjálmsson, 1,77m
11.braut - Frans Páll Sigurðsson, 1,98m
17.braut - Eggert Eggertsson, 2,72m