Fréttir

Þessir koma til greina sem kylfingar september mánaðar
Sergio Garcia sigraði á KLM Open mótinu í september.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 08:00

Þessir koma til greina sem kylfingar september mánaðar

Komið er að því að kjósa um kylfing september mánaðar á Evrópumótaröð karla. Í þetta skiptið verður valið líklega erfiðara en oft áður því fyrr í dag greindi mótaröðin frá því að fimm aðilar kæmu til greina en oftast hefur valið staðið á milli þriggja eða fjögurra einstaklinga.

Kylfingarnir sem koma til greina eru þeir Paul Casey, Sergio Garcia, Victor Perez, Sebastian Soderberg og Danny Willett.

Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa unnið mót í mánuðinum en Casey sigraði á Porsche European Open, Garcia á KLM Open, Perez á Alfred Dunhill, Soderberg á Omega European Masters og Willett á BMW PGA Championship.