Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Þetta eru kylfingar júní mánaðar á Evrópumótaröðinni
Guido Migliozzi hefur sigrað á tveimur mótum á sínu fyrsta tímabili á Evrópumótaröð karla.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2019 kl. 13:18

Þetta eru kylfingar júní mánaðar á Evrópumótaröðinni

Á heimasíðu Evrópumótaraðar karla greindi frá því á miðvikudaginn hvaða fjórir kylfingar koma til greina sem kylfingar júní mánaðar.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Christiaan Bezuidenhout, Guido Migliozzi, Andrea Pavan og Jon Rahm.

Bezuidenhout, Migliozzi og Pavan sigruðu allir á mótaröðinni í júní mánuði en Rahm endaði í öðru sæti á Andalucia Masters auk þess að enda í þriðja sæti á Opna bandaríska mótinu.

Hægt er að kjósa um besta kylfing júní mánaðar með því að smella hér.