Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Titleist og FJ Open í Brautarholti  - „Pop Up” golfverslun
Fimmtudagur 5. júní 2014 kl. 09:58

Titleist og FJ Open í Brautarholti - „Pop Up” golfverslun

Titleist & FJ Open fer fram á laugardaginn og er mótið haldið í samstarfi við Golfklúbb Brautarholts á Kjalarnesi. Þetta er önnur tilraun á mótshaldinu þar sem að veðurguðirnir voru ekki með kylfingum landsins í liði um síðustu helgi.  Um er að ræða metnaðarfullt golfmót þar sem keppt er í höggleik og punktakeppni Veitt verða að auki nándarverðlaun á öllum par 3 holunum og einnig fyrir lengsta teighöggið. Skráning er hafin á golf.is og þar er að finna allar nánari upplýsingar um mótið.

Verðlaunin eru glæsileg eins og sjá má hér :

Örninn 2025
Örninn 2025

Punktakeppni og höggleikur
1.sæti    Scotty Cameron Select Black Mist Pútter og 5 skipta aðgangur á golfvöllinn í Brautarholti
2.sæti    FJ DNA golfskór og 5 skipta aðgangur á golfvöllinn í Brautarholti
3.sæti    Titleist Vokey SM5 Lob wedge 60 gráður og 5 skipta aðgangur á golfvöllinn í Brautarholti

 Samhliða golfmótinu verður sett upp „pop up“ golfverslun í golfskála GBR í samstarfi við ÍSAM golf þar sem kylfingum gefst kostur á að gera góð kaup á fatnaði og golfskóm frá FJ.

Það er því um að gera að láta sjá sig í Brautarholtinu næsta laugardag.