Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Tryggvi Pétursson er kylfingur vikunnar
Miðvikudagur 8. júní 2011 kl. 13:29

Tryggvi Pétursson er kylfingur vikunnar

Tryggvi Pétursson úr GR er kylfingur vikunnar að þessu sinni. Hann er 36 ára gamall og er menntaður efnafræðingur. Hann starfar nú við eftirlit í málmsmíði. Tryggvi á þrjú börn og hefur leikið golf frá árinu 1985. Hann stóð sig vel á Eimskipsmótaröðinni á síðustu leiktíð og varð ofarlega á stigalista mótaraðarinnar. Tryggvi er með 1,3 í forgjöf og við á Kylfingi.is fengum hann til að svara nokkrum skemmtilegum spurningum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna?
Flutti í Grafarvoginn 1985 og hjólaði á Korpu til að leita að boltum. Á svipuðum tíma var ég gestur í Önverðansesi hjá Steina frænda en hann sá um golfvöllinn. Þar tók ég fyrstu sveiflurnar. Ég gekk í GR 1987. Leikurinn hefur heillað mig síðan.

Hefur þú verið í öðrum íþróttum?
Ballet, fótbolta og borðtennis á yngri árum.

Helstu afrek í golfinu?
Íslandsmeistari unglinga 1993 og klúbbmeistari GR 1996.

Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á golfvellinum?
Íslandsmót í holukeppni á Kiðjabergi 2009. Í fyrsta leiknum átti ég fjórar holur þegar fjórar voru eftir. Tapaði leiknum á fimmtu holu í bráðabana, fékk aðeins par á fyrstu holu í bráðabana hinar átta holurnar voru bogey eða meira.

Hver er þinn helsti styrkleiki og veikleiki í golfi?
Styrkurinn er klárlega stutta spilið og teighöggin eru helsti veikleikinn.

Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju?
Tiger Woods og Birgir Leifur þeir hafa náð bestum árangri undanfarin ár.

Ef ekki golf þá hvað?
Ballet.

Ertu búinn að æfa mikið í vetur og kemur þú heitur inn í keppnistímabilið?
Já, ég hef æft vel í vetur og vonandi skilar það sér í lægra skori í sumar.

Hefur þú farið holu í höggi eða verið nálægt því?
Tvisvar á annarri holu í Grafarholti, nýja og gamla grínið.

Hver er frægasta persónan sem þú er með í símanum?
Brynjar golfkennari.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?
Michael HOEY sem hefur tvisvar sigrað á Evrópumótaröðinni og núna síðast í maí. Ég spilaði með honum á Evrópumóti klúbba á Ítalíu 2001. Hann var þá nýbúinn að vinna Opna breska áhugamannamótið og á leið á Masters. Hann var svo inn og út af túrnum síðustu 10 ár.

Hvað keppnisfyrirkomulag er skemmtilegast í golfi og hvers vegna?
Holukeppni er spennandi fyrirkomulag sem leyfir kylfingum að spila djarfar en í höggleik. Einnig það að spila beint við annan leikmann.

Ertu hjátrúarfull/ur hvað varðar golf?
Ég var það þegar ég var yngri en það er að mestu vaxið af mér.

Hvert er uppáhaldshöggið í golfi?
Höggin sem enda í holu, pútt, chip og einstaka pitch. Það er eitthvað við það þegar boltinn endar í holunni.

Hver er besti kylfingur Íslands fyrr og síðar?
Birgir Leifur hefur náð lengst á erlendri grundu og heldur því titlinum besti kylfingurinn. Við áttumst við í unglingagolfinum fyrir nokkrum árum.

Hvað finnst þér skemmtilegast og leiðinlegast við golf?
Mér finnst skemmtilegast að æfa og keppa. Það er ekkert leiðinlegt við golf þó það líti stundum út að manni sé ekki skemmt þegar slæmu höggin detta inn.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?
Teighögg.

Fylgist þú mikið með golfi?
Ég horfi á Masters og Ryder-bikarinn í sjónvarpinu. Ég fylgist svo með úrslitum af innlendu og erlendu golfi á netinu.

Staðreyndir:
Nafn: Tryggvi Pétursson
Aldur: 36
Klúbbur: GR
Forgjöf: 1,3
Fyrirmynd: Afi Ólafur
Masters eða Opna breska? Masters
St. Andrews eða Pebble Beach? St. Andrews
Uppáhalds matur: Ítalskur
Uppáhalds drykkur: Kampavín
Uppáhalds golfhola: 12. á Korpu
Erfiðasta golfholan: 13. á Korpu
Ég hlusta á: FM og Bylgjuna
Besti völlurinn: Grafarholtið
Besta skor (hvar): 68 hvítum teigum í Grafarholtinu
Besta vefsíðan: Golf síðurnar
Besta blaðið: Fréttablaðið
Besta bókin: Tiltölulega ólesinn
Besta bíómyndin: Hangover
Besti kylfingurinn: Tiger Woods

Golfpokinn
Dræver: Ping G15
Brautartré: Ping G10
Blendingur/Hybrid: Ping i15
Járn: Ping i3+
Fleygjárn: Titleist 48, 52 og 58
Pútter: Ping Anser Redwood
Hanski: Titleist
Skór: FJ