Fréttir

Tvö ný smit á PGA mótaröðinni
Graeme McDowell.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 24. júní 2020 kl. 09:18

Tvö ný smit á PGA mótaröðinni

Nick Wantey varð um síðustu helgi fyrsti kylfingurinn á PGA mótaröðinni til að greinast með kórónuveiruna eftir að mótaröðin fór af stað að nýju og þurfti hann í framhaldinu að draga sig úr leik á RBC Heritage mótinu.

Nú hafa tveir kylfingar til viðbótar þurft að draga sig úr leik fyrir Travelers Championship mótið sem hefst á morgun. 

Seint í gær var greint frá því að Cameron Champ hafði greinst með veiruna og þyrfti því að draga sig úr leik. Einnig var greint frá því að kylfuberi Graeme McDowell, Ken Comboy, hafi greinst með veiruna og hafi McDowell því líka dregið sig úr leik.

Nú hafa því þrír kylfingar þurft að draga sig úr leik vegna veirunnar á aðeins tveimur vikum og eru því einhverjir farnir að velta því fyrir sér hvort að mótaröðin hafi hafið göngu sína að nýju of snemma.