Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Úrslit Íslandsmóts unglinga í höggleik
Markús Marelsson fagnar hér sigri eftir gott lokapútt á 18. holu. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 24. ágúst 2020 kl. 10:00

Úrslit Íslandsmóts unglinga í höggleik

Íslandsmót unglinga í höggleik fór fram dagana 21.-23. ágúst á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Fjölmargir kylfingar léku virkilega vel í mótinu en veðrið lék við keppendur alla þrjá dagana.

Íslandsmeistaratitlarnir átta dreifðust jafnt á fjóra af stærstu klúbbum landsins en tveir fóru til Keilis, tveir til Golfklúbbs Reykjavíkur, tveir til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og að lokum tveir til Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Örninn 2025
Örninn 2025

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, lék manna best í mótinu en hann spilaði hringina þrjá á 7 höggum undir pari. Hér fyrir neðan má sjá hvaða kylfingar enduðu í þremur efstu sætunum á Íslandsmótinu í höggleik:

Strákar 19-21 árs:

1. Kristófer Karl Karlsson, GM, -4
2. Andri Már Guðmundsson, GM, -2
3. Ingi Þór Ólafson, GM, Par

Stelpur 19-21 árs:

1. Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK, +26
2. María Björk Pálsdóttir, GKG, +28
3. Jóna Karen Þorbjörnsdóttir, GK, +63

Strákar 17-18 ára:

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, -7
2. Böðvar Bragi Pálsson, GR, +3
3. Lárus Ingi Antonsson, GA, +3

Stelpur 17-18 ára:

1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, +10
2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, +13
3. Ásdís Valtýsdóttir, GR, +22

Strákar 15-16 ára:

1. Dagur Fannar Ólafsson, GKG, +1
2. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR, +6
3. Óskar Páll Valsson, GA, +8

Stelpur 15-16 ára:

1. María Eir Guðjónsdóttir, GM, +19
2. Guðrún Nolan Þorsteinsdóttir, GKG, +24
3. Bjarney Ósk Harðardóttir, GR, +36
3. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, +36

Strákar 14 ára og yngri:

1. Markús Marelsson, GK, +4
2. Skúli Gunnar Ágústsson, GA, +5
3. Elías Ágúst Andrason, GR, +12
3. Guðjón Frans Halldórsson, GKG, +12

Stelpur 14 ára og yngri:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, +6
2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, +14
3. Helga Signý Pálsdóttir, GR, +20

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.