Fréttir

Úrslitastundin nálgast á Áskorendamótaröðinni
Strákarnir eiga nú tvo möguleika eftir til að koma sér í hóp 45 efstu fyrir lokamótið.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 12. október 2021 kl. 09:19

Úrslitastundin nálgast á Áskorendamótaröðinni

Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst Kristjánsson verða báðir á meðal þátttakenda á Emporada Challenge mótinu í Girona á Spáni. 

Mótið hefst á fimmtudaginn og er næst síðasta mótið áður en 45 efstu kylfingarnir keppa um 20 sæti á Evrópumótaröðinni á lokamótinu.

Haraldur er sem stendur í 50. sæti stigalistans og á því góða möguleika á að spila sig inn á lokamótið. Til þess þarf hann líklega að enda á meðal 10-15 efstu að minnsta kosti í öðru hvoru mótinu fyrir lokamótið.

Guðmundur Ágúst situr í 85. sæti og þarf því að enda á meðal allra efstu manna í öðru mótinu til að komast í hóp 45 efstu.