Fréttir

Úrtökumótin: Erfiður lokadagur hjá Dagbjarti
Dagbjartur Sigurbrandsson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 20. september 2019 kl. 12:29

Úrtökumótin: Erfiður lokadagur hjá Dagbjarti

Dagbjartur Sigurbrandsson GR lauk í dag leik á 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina sem haldið var á Stoke by Nayland vellinum í Englandi. Dagbjartur lék lokahringinn á fjórum höggum yfir pari og því ljóst að hann kemst ekki áfram á 2. stigið.

Fyrir daginn var vitað að Dagbjartur þyrfti að leika vel en hann byrjaði mótið á hring upp á 75 högg en fylgdi því svo eftir með hring upp á 69 og 68 högg og var því kominn á högg undir par. Hann var á pari vallar eftir sjö holur á en þá kom fjögurra holu kafli þar sem hann lék á fjórum höggum yfir pari. Restina af holunum paraði hann og kom því í hús á 75 höggum, eða fjórum höggum yfir pari.

Mótið endaði Dagbjartur á þremur höggum yfir pari og var því samtals sex höggum frá því að komast áfram.

Lokastöðu mótsins má nálgast hérna. 

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640