Fréttir

Veigar sigraði í Titleist unglingaeinvíginu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 19. september 2022 kl. 09:53

Veigar sigraði í Titleist unglingaeinvíginu

Veigar Heiðarsson, Golfklúbbi Akureyrar, sigraði í Titleist Unglingaeinvíginu sem fram fór á Hlíðavelli sl. Laugardag. Veigar hafði betur gegn Fjólu Margréti Viðarsdóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja en þau tvö stóðu eftir í lokin.

Allir bestu unglingar landsins mættu til leiks og háðu harða baráttu um titilinn. Eftir forkeppni komust eftirtaldir kylfingar í úrslitaeinvígið sem fór fram síðdegis sama dag. „Í úrslitunum var leikið stórkostlegt golf og að lokum var það Veigar Heiðarsson sem bar sigur úr býtum á lokaholu einvígisins en sigurvegarinn hlaut nýjasta driverinn frá Titleist í verðlaun, Titleist TSr,“ segir í tilkynningu frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Veigar er sonur Heiðars Davíðs Bragasonar, golfkennara og Íslandsmeistara 2005.

Eftir forkeppni komust eftirtaldir í úrslitakeppnina. Þar er leikið þannig að versta skor á hverri holu dettur út þar til einn stendur eftir sem sigurvegari.

Margeir golfferð
Margeir golfferð
  • Arnar Daði Svavarsson, GKG
  • Gunnar Þór Heimisson, GKG
  • Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM
  • Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS
  • Markús Marelsson, GK
  • Veigar Heiðarsson, GA
  • Heiðar Snær Bjarnason, GOS
  • Róbert Leó Arnórsson, GKG
  • Hjalti Kristján Hjaltason, GM (Sigurvegari 2019)

Úrslit mótsins:

1. sæti – Veigar Heiðarsson
2. sæti – Fjóla Margrét Viðarsdóttir
3. sæti – Heiðar Snær Bjarnason
4. sæti – Róbert Leó Arnórsson
5. sæti – Gunnar Þór Heimisson
6. sæti – Hjalti Kristján Hjaltason
7. sæti – Arnar Daði Svavarsson
8. sæti – Pamela Ósk Hjaltadóttir
9. sæti –  Markús Marelsson
10. sæti – María Eir Guðjónsson

Sigurvegarar Unglingaeinvígisins frá upphafi

2005 – Sveinn Ísleifsson, GKj
2006 – Guðni Fannar Carrico, GR
2007 – Andri Þór Björnsson, GR
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG
2009 – Andri Már Óskarsson, GHR
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
2011 – Ragnar Már Garðarson, GKG
2012 – Aron Snær Júlíusson, GKG
2013 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2014 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2015 – Björn Óskar Guðjónsson, GM
2016 – Henning Darri Þórðarson, GK
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson, GM
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
2020 – Björn Viktor Viktorsson, GL
2021 – Hjalti Kristján Hjaltason, GM
2022, Veigar Heiðarsson, GA.