Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Vel heppnað Minningarmót GKG fór fram á laugardaginn
Loftur Þór Pétursson og Þórveig Hulda Alfreðsdóttir hæst ánægð með verðlaunin.
Mánudagur 12. september 2016 kl. 08:00

Vel heppnað Minningarmót GKG fór fram á laugardaginn

Minningarmót GKG fór fram á laugardaginn síðastliðinn. Mótið var til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG og í mótinu var haldið sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar og Ólafs E. Ólafssonar sem báðir létust óvænt og skyndilega í blóma lífsins. Þeir áttu drjúgan þátt í að gera GKG að því sem klúbburinn er í dag.

Þema mótsins var leikhraði. VITAgolf styrkti mótið með þeim hætti að ef allir keppendur lykju leik á undir 4 klukkustundum og 30 mínútum þá yrðu dregnar út tvær vikugolfferðir til Spánar eða Portúgals. Það ríkti frábær stemning allan daginn og voru öll holl meðvituð um leikhraðann og staðráðin í því að ná markmiðinu. Flest hollin komu inn á 4:15 - 4:20 og var hægasta hollið á tímanum 4:25. Markmiðið náðist því og voru kylfingar afar ánægðir með árangur dagsins.

Loftur Þór Pétursson GHR og Þórveig Hulda Alfreðsdóttir GKG voru svo dregin út, þau voru bæði á staðnum og fögnuðu vel og innilega.  

Haukur Bragason fékk flesta punkta eða 41 punkt og þá lék Bergur Konráðsson á besta skorinu þegar hann kom inn á 74 höggum. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

VITAgolf útdráttarverðlaun

Loftur Þór Pétursson GHR
Þórveig Hulda Alfreðsdóttir GKG

Næstur holu

2. braut              Kolbeinn Halldórsson GR                              3,91m
4. braut              Bergur Konráðsson GKG                              38,5cm
9. braut              Steindór Dan Jensen GR                              172cm
11. braut             Sindri Snær Skarphéðinsson GKG                196cm
13. braut             Chapane Ramdani GKG                               278cm
17. braut             Hanna Ólafsdóttir GM                                  73,5cm

Punktakeppni

1. Haukur Bragason GM    41 punktur
2. Elís Rúnar Víglundsson GM   40 punktar
3. Örn Sveinbjörnsson GKG   40 punktar

Höggleikur án forgjafar

1. Bergur Konráðsson  GKG   74 högg  

Ísak Jasonarson
[email protected]