Video: Furyk einn á toppnum á Verizon Heritage
Jim Furyk hefur greinilega fundið sig aftur eftir dapra frammistöðu á Masters í síðustu viku en hann er efstur eftir þrjá hringi á Verizon Heritage á PGA mótaröðinni. Furyk, sem vann um daginn sinn fyrsta sigur á mótaröðinni í tvö ár, er á 11 höggum undir pari, einu á undan Englendingnum Brian Davis.
Furyk hefur sýnt afar jafna spilamennsku þar sem hann lék hringina þrjá á 67-68-67.
Greg Owen og Charles Howell III voru í forystu ásamt Furyk eftir tvo hringi, en sigu báðir niður í 24. sæti með því að leika þriðja hringinn á 2 höggum yfir pari.
KJ Choi átti annan slæman dag og er nú kominn niður í 44. sæti eftir að hafa leitt eftir fyrsta hring.
Ástralinn Nick O'Hearn lék hins vegar best allra á þriðja hring þar sem hann lék á 64 höggum, sjö undir pari, og komst upp um 48 sæti.
Mynd úr safni golfsupport.nl