Vorgolfferðir með „allt innifalið“ slá í gegn hjá VitaGolf
Gríðarlegur áhugi hefur verið á vorferðum hjá VitaGolf allt frá því að sala á ferðunum var opnuð síðastliðinn mánudag. Straumurinn liggur til allra átta en ferðir með öllu innifalið virðist vekja sérstaka athygli að sögn Peters Salmon hjá VitaGolf.
„Það eru yfir 200 manns búnir að bóka og borga ferðina síðastliðna þrjá daga sem er ótrúlegt,“ segir Peter. „Það eru aðallega ferðirnar þar sem allt er innifalið sem virðast heilla. Við erum að bjóða ótakmarkað golf, mat og drykk og þetta virðist vera að heilla marga.“
Þetta er í fyrsta sinn sem VitaGolf býður upp á golfferðir sem eru með allt innifalið og Peter kannast ekki við að slíkar ferðir hafi verið í boði hér á landi áður. „Ég hef verið í þessum bransa í um 20 ár, svona golfferðir hafa ekki verið í boði áður,“ segir Peter en nýr hópur viðskiptavina virðast líta til þessara ferða.
Verð í 10 daga golfferð með öllu innifalið til El Rompido á Spáni er frá 199.900 kr.- en hægt er að fá nánari upplýsingar um ferðirnar með því að fara á www.vita.is/golflif.