Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Woods snýr aftur á Omega Dubai Desert Classic
Tiger Woods
Þriðjudagur 31. janúar 2017 kl. 10:00

Woods snýr aftur á Omega Dubai Desert Classic

Fjórtánfaldi risameistarinn, Tiger Woods, er meðal þátttakenda á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Omega Dubai Desert Classic. Woods hefur tvisvar á ferlinum sigrað á mótinu, fyrst árið 2006 og svo árið 2008. Hann mætir nú til leiks í mótið í fyrsta skiptið frá því árið 2014.

Alls hefur hann sjö sinnum tekið þátt í mótinu og er samtals á 92 höggum undir pari á 28 hringjum. Meðalskorið hans er 68,71 högg og 25 af 28 hringjum hafa verið á pari eða lægra skori.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hins vegar er Woods enn langt frá sínu besta formi en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Farmers Insurance mótinu sem fór fram um síðustu helgi á PGA mótaröðinni.

Hann vonast til að sýna sitt rétta andlit í Dubai þegar mótið hefst á fimmtudaginn en auk Woods eru til að mynda Sergio Garcia, Martin Kaymer, Lee Westwood, Cabrera Bello og Thomas Pieters allir skráðir til leiks í mótið.

Ísak Jasonarson
[email protected]