Fréttir

Aðalfundur GM - Rætt um sölu á neðri hæð klúbbhússins
Klettur er Íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 13:00

Aðalfundur GM - Rætt um sölu á neðri hæð klúbbhússins

Árlegur aðalfundur Golfklúbbs Mosfellsbæjar verður haldinn í íþróttamiðstöðinni Kletti þriðjudaginn 3. desember 2019 klukkan 19:30. Meðal þess sem fjallað verður um er endurfjármögnun klúbbsins og þá verður nýr framkvæmdastjóri kynntur til leiks.

Í tilkynningu frá klúbbnum kemur fram að stjórn félagsins hafi unnið að endurfjármögnun undanfarna mánuði í samvinnu við Mosfellsbæ og Landsbankann. Niðurstaða þeirrar vinnu er tvíþætt en á aðalfundinum verður annars vegar rætt um skuldbreytingar á núverandi lánum og hins vegar sölu á neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts.

Á fundinum verður nýr framkvæmdastjóri kynntur og farið verður yfir áform um framkvæmdir á neðri hæð Kletts. Að sögn klúbbsins verður þar frábær aðstaða til vetraræfinga með golfhermum, púttsvæði og fleira.

Sjá nánar í fundarboði klúbbsins með því að smella hér.