Fréttir

Aðalmaður LPGA mótaraðarinnar stígur til hliðar
Mike Whan.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 6. janúar 2021 kl. 22:33

Aðalmaður LPGA mótaraðarinnar stígur til hliðar

Maðurinn sem hefur stýrt vexti og LPGA mótaraðarinnar undanfarin 11 ár, Mike Whan, tilkynnti óvænt í dag að hann myndi láta af störfum sem umboðsmaður mótaraðarinnar (e. commissioner).

„Þegar ég gekk til liðs við LPGA sagði ég stjórnendum mótaraðarinnar að þetta yrði fjögurra ára tímabil sem ég þyrfti til að hjálpa samtökunum að ná mikilvægustu markmiðum sínum. Nú hefur enginn starfað lengur en ég sem umboðsmaður LPGA og ég lít til baka stolltur og ánægður með þessi 11 ár. Með allt það sem við höfum áorkað saman í að auka tækifæri fyrir kvennmenn að eltast við drauminn að leika golf.“

„Fólk spyr sig eflaust af hverju ég hef ákveðið að stíga til hliðar og af hverju núna? Að mörgu leyti þá var síðasta ár - með allar þær áskoranir út af heimsfaraldrinum - eitt stærsta ár í sögu mótaraðarinnar. Við erum að hefja árið 2021 á góðum stað og hef væri ekki að stíga til hliðar ef ég teldi að framtíðin væri í óvissu. Jafnvel þó svo að síðasta ár hafi verið erfitt þá hefur LPGA ALDREI verið í betri stöðu fjárhagslega.“

Whan átti meðal annars stóran þátt í því að LPGA mótaröðin og Evrópumótaröð kvenna sameinuðust að einhverju leyti með auknu samstarfi. Verðlaunafé á mótaröðinni hefur einnig hækkað gífurlega undanfarin ár og ljóst að hann hefur skilað miklu fyrir kvennagolfið í heild sinni.