Fréttir

Bjarki kominn með flesta fugla
Bjarki Pétursson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 10:15

Bjarki kominn með flesta fugla

Í dag, sunnudag, kemur í ljós hvaða kylfingar standa uppi sem Íslandsmeistarar í höggleik árið 2020.

Lokahringur mótsins fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og samkvæmt veðurspám má búast við svipaðri baráttu við veðrið og hefur verið hingað til.

Hér fyrir neðan má sjá tölfræði kylfinga á Íslandsmótinu eftir þrjá hringi í hinum ýmsu flokkum.

Bjarki Pétursson, sem leiðir í karlaflokki, er efstur í tveimur flokkum en hann hefur leikið best á par 4 holum vallarins og er með flesta fugla eða alls 16.

Ragnhildur Kristinsdóttir, sem leiðir í kvennaflokki, hefur einnig leikið vel á par 4 holunum og er þar með næst bestan árangur allra.

Fyrstu kylfingar eru farnir af stað á fjórða hring mótsins. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Par 3:

1. Rúnar Arnórsson og Aron Snær Júlíusson, 2,92 högg
3. Hlynur Bergsson, Viktor Ingi Einarsson og Jóhannes Guðmundsson, 3 högg

Par 4:

1. Bjarki Pétursson, 3,73 högg
2. Andri Þór Björnsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, 3,87 högg

Par 5: 

1. Axel Bóasson, 4,33 högg
2. Sverrir Haraldsson, 4,42 högg
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ragnar Már Garðarsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Aron Snær Júlíusson, Ólafur Björn Loftsson og Andri Már Óskarsson, 4,5 högg

Flestir ernir:

1. Ævarr Freyr Birgisson og Aron Snær Júlíusson, 2
3. Níu kylfingar, 1

Flestir fuglar:

1. Bjarki Pétursson, 16
2. Axel Bóasson, 15
3. Sverrir Haraldsson, Aron Snær Júlíusson, Kristófer Karl Karlsson, Andri Már Óskarsson og Daníel Ísak Steinarsson, 14

Flest pör:

1. Arnór Ingi Finnbjörnsson og Björn Óskar Guðjónsson, 40
3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, 39

Tengdar fréttir:

Hörð barátta um sigur á Íslandsmóti +35
Bjarki á 9 höggum undir pari | Þrír jöfnuðu vallarmetið
Spennandi lokahringur framundan í kvennaflokki