golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Brösuleg byrjun
Föstudagur 3. febrúar 2023 kl. 06:13

Brösuleg byrjun

Fyrsti hringurinn á Magical Kenya Ladies Open gekk brösulega hjá Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Hún lék hringinn á 11 höggum yfir pari, 84 höggum. Guðrún fékk skolla strax á fyrstu holu, en fylgdi eftir með tveimur góðum pörum. Þá komu aftur tveir skollar, svo aftur tvö pör, skolli og par. Fyrri níu því á 41 höggi. Á seinni 9 fékk hún svo 5 skolla, einn skramba og þrjú pör og niðurstaðan 43 högg. Alls 84.

Erfið byrjun hjá okkar bestu golfkonu. Sendum Guðrúnu Brá góða strauma til Kenýa. Hún hefur leik á kl. 13:42 að íslenskum tíma á 10. teig.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Aditi Ashok frá Indlandi leiðir mótið á -6, 67 höggum eftir fyrsta hring. Niðurskurðarlínan er við +6 og því þarf Guðrún Brá að leika mjög vel til að komast áfram að loknum 36 holum.

Skor mótsins er hér.