Fréttir

Búið að gefa grænt ljós á Íslandsmótið í höggleik
Íslandsmeistararnir árið 2019: Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 31. júlí 2020 kl. 20:57

Búið að gefa grænt ljós á Íslandsmótið í höggleik

Golfsamband Íslands greindi frá því nú fyrir skömmu að tillögur um framkvæmd Íslandsmótsins í höggleik sem sambandið lagði fram fyrir stjórnvöld hafa verið samþykktar og mun því mótið fara fram 6.-9. ágúst næstkomandi. Eins greint var frá fyrr í dag var Golfsambandið aðeins að bíða eftir svörum frá sóttvarnarlækni.

Mikil óvissa hefur ríkt um það hvort Íslandsmótið í höggleik færi fram eftir hertar aðgerðir stjórnvalda í gær vegna fjölgun kórónuveirusmita síðustu daga.

Í tilkynningu Golfsambandsins segir að „öryggi keppenda verður í forgrunni og verða nauðsynlegar ráðstafanir gerðar til að tryggja hreinlæti og öryggi eftir fremstu getu. Sóttvarnaaðgerðir á meðan á mótinu stendur verða kynntar þegar nær dregur.“