Fréttir

Covid-19 reglur aftur í gildi
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 30. júlí 2020 kl. 18:26

Covid-19 reglur aftur í gildi

Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum í dag hafa aðgerðir verið hertar á ný í samfélaginu vegna fjölda kórónuveirusmita undanfarna daga. Íþróttahreyfingar voru í framhaldinu hvattar til að gæta vel að iðkenndum og munu því Covid-19 reglur sem voru í gildi um tíma í byrjun sumars taka gildi strax í hádeginum á morgun (31. júlí).

Golfsamband Íslands setti á laggirnar viðbragðshóp og var niðurstaða hópsins sú að golfklúbbar landsins tæki upp reglur frá 4. maí. Þær reglur verða við líði þar til annað kemur í ljós.

Hérna má nálgast Covid-19 staðarreglur
Hérna má nálgast minnisblað viðbragðshóps vegna Covid-19

Viðbragðshópurinn bíður enn eftir skýrum svörum frá ÍSÍ og sóttvarnarlækni varðandi mótahald en Íslandsmótið í höggleik á til að mynda að hefjast 6. ágúst næstkomandi.