Fréttir

Dagbjartur og Guðmundur á besta skorinu í Þorlákshöfn
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 2. maí 2021 kl. 11:12

Dagbjartur og Guðmundur á besta skorinu í Þorlákshöfn

Fyrsta opna mót ársins hjá Golflkúbbi Þorlákshafnar, Black Sand Open, fór fram laugardaginn 1. maí. Alls tóku rúmlega 150 kylfingar þátt í mótinu og mátti sjá nokkur fín skor.

Dagbjartur Sigurbrandsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem báðir leika fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, áttu bestu hringi mótsins en þeir léku á 66 höggum eða 5 höggum undir pari. Báðir fengu þeir tvo skolla á hringjunum en Guðmundur fékk tvo erni og þrjá fugla á meðan Dagbjartur fékk sjö fugla.

Dagbjartur og Guðmundur léku höggi betur en Aron Snær Júlíusson GKG sem endaði í þriðja sæti.

Úrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan:

Punktakeppni með forgjöf:

1. sæti: Birgir Hauksson, 35 punktar
2. sæti: Halldór Ágústsson Morthens, 35 punktar
3. sæti: Sigfríður Sigurðardóttir, 34 punktar

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, 66 högg
2. sæti: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 66 högg
3. sæti: Aron Snær Júlíusson, 67 högg

Nándarverðlaun:

2. hola: Knútur Bjarnason - 139 cm
12. hola: Christian Þorkelsson - 37 cm
18. hola: Finnur Gauti Vilhelmsson - 0 cm


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.