Golfbúðin #Siglo
Golfbúðin #Siglo

Fréttir

Efsta sæti heimslistans undir um helgina
Jon Rahm.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 7. júlí 2020 kl. 21:28

Efsta sæti heimslistans undir um helgina

Spánverjinn Jon Rahm getur um helgina komist í efsta sæti heimslistans takist honum að fagna sigri á Workday Charity Open mótinu. Mótið er annað tveggja móta sem fer fram á Muirfield vellinum.

Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, er ekki á meðal keppenda þessa vikuna og er því ljóst að hann getur engin áhrif haft á stöðu sína á listanum. Rahm aftur á móti er með örlögin algjörlega í sínum höndum en með sigri mun hann tylla sér í efsta sætið í fyrsta sinn á sínum ferli.

Rahm hefur áður átt möguleika á að komast í efsta sæti heimslistans en á enn eftir að ná því.