Fréttir

Ég tel mig geta hjálpað liðinu
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 8. nóvember 2019 kl. 12:47

Ég tel mig geta hjálpað liðinu

Tiger Woods valdi sjálfan sig í lið Bandaríkjanna sem tekur þátt í Forsetabikarnum í desember. Woods verður því spilandi fyrirliði en hann keppir í sinni níundu keppni þegar mótið verður haldið í Ástralíu.

Woods endaði í 13. sæti á stigalistanum fyrir Forsetabikarinn en sigrar á Masters mótinu og Zozo meistaramótinu í Japan gerðu það að verkum að Woods átti erfitt með að líta framhjá sjálfum sér.

„Þetta var erfitt,“ sagði Woods um valið. „Ég vildi sjá nokkra af strákunum spila vel í Bandaríkjunum og í Asíu í haust og ég tilheyrði þeim hópi.

Fyrir mér var Zozo mótið stórt. Þar varð ég sannfærður um að ég gæti spilað og hjálpað liðinu.“

Auk Woods bættust þeir Tony Finau, Patrick Reed og Gary Woodland í liðið en áður höfðu 8 kylfingar tryggt sér þátttökurétt í gegnum stigalista.

Bandaríska liðið sem keppir í Forsetabikarnum 2019:

Brooks Koepka,
Dustin Johnson,
Justin Thomas
Xander Schauffele
Bryson DeChambeau
Patrick Cantlay
Webb Simpson
Matt Kuchar
Tiger Woods (val Woods)
Patrick Reed (val Woods)
Gary Woodland (val Woods)
Tony Finau (val Woods)

Sjá einnig:

Els valdi tvo nýliða