Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Þriðji sigur ársins hjá Wiesberger kom á Ítalíu
Bernd Wiesberger.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 13. október 2019 kl. 21:20

Evrópumótaröð karla: Þriðji sigur ársins hjá Wiesberger kom á Ítalíu

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger fagnaði í dag sínum þriðja sigri á tímabilinu á Evrópumótaröðinni þegar að hann bar sigur úr býtum á Italian Open mótinu. Tveir af sigrunum hafa verið á Rolex Series mótum.

Fyrir daginn var Matthew Fitzpatrick í forystu á 13 höggum undir pari og var Wiesberger þremur höggum á eftir. Forysta Fitzpatrick hvarf á níundu holunni þegar hann fékk tvöfaldan skolla á meðan Wiesberger náði sér í fugl og var þá Wiesberger með tveggja högga forystu. Á seinni níu holunum fékk Wiesberger tvo fugla á meðan Fitzpatrick náði í þrjá og dugði það Wisberger til að sigra með einu höggi.

Wiesberger lék á 65 höggum, eða sex höggum undir pari, í dag og endaði mótið á samtals 16 höggum undir pari. Þetta var einnig sjöundi sigur Wiesberger á Evrópumótaröðinni á ferlinum.

Lokastöðu mótsins má sjá hérna.