Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Garcia missir af Masters vegna Covid-19
Sergio Garcia.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 18:37

Garcia missir af Masters vegna Covid-19

Masters sigurvegarinn frá því árið 2017, Sergio Garcia, mun ekki vera á meðal keppenda á Masters mótinu sem hefst á fimmtudaginn eftir að hafa greinst með Covid-19 í gær. Þetta kom fram í tilkynningu frá Garcia sjálfur á Twitterreikningi hans.

Garcia, sem vann Sanderson Farms Championship mótið fyrr á þessu tímabili og var það hans fyrsta sigur á PGA mótaröðinni síðan að hann fagnaði sigri á Masters mótinu, komst ekki í gegnum niðurskurðinn um helgina á Houston Open mótinu. Á sunnudeginum fór Garcia að finna fyrir einkennum og fór hann því í próf. Það reyndist jákvætt og hefur hann því þurft að draga sig úr leik.

Örninn 2025
Örninn 2025

Garcia er þar með annar leikurmaðurinn til að draga sig úr keppni vegna Covid-19 en Joaquin Niemann hefur einnig þurft að draga sig úr leik.