Fréttir

Guðbjörg Erna endurkjörin formaður Keilis
16. holan á Hvaleyrarvelli.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 12. janúar 2021 kl. 15:57

Guðbjörg Erna endurkjörin formaður Keilis

Aðalfundur Keilis fór fram þann 15. desember síðastliðinn og var í þetta skiptið alfarið rafrænn með hjálp Microsoft Teams fjarfundarhugbúnaðarins. Alls voru 72 félagsmenn skráðir á fundinn og skiluðu 62 sér á fundinn þegar mest lét. 

Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir var áfram kjörin sem formaður Keilis fyrir starfsárið 2021. Aðrir í stjórn voru kjörin til tveggja ára þau Ellý Erlingsdóttir, Sveinn Sigurbergsson og Guðmundur Örn Guðmundssson. Fyrir í stjórn Keilis eru Bjarni Þór Gunnlaugsson, Már Sveinbjörnsson, Daði Janusson og eiga þeir eitt ár eftir af sinni stjórnarsetu.

Rekstur Golfklúbbsins Keilis gekk vel á árinu 2020. Sökum COVID-19 var fólk lítið á faraldsfæti utan landsteinanna og niðurstaðan er stærsta íslenska golfsumar frá upphafi. Mikil aukning var á golfvöllunum og í Hraunkoti eins og sést í ársreikningnum.

Tekjur á árinu 2020 voru 264,7 mkr. samanborið við 253,9 m.kr. árinu áður. Gjöld voru 235,9 m.kr. samanborið við 227,4 m.kr. á árinu 2019. Hagnaður ársins var 12,0 m.kr samanborið við 9,3 m.kr. á árinu 2019.

Hér má nálgast ársskýrslu Keilis fyrir starfsárið 2020.