Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Harrington búinn að velja lið Evrópu fyrir Ryder bikarinn
Padraig Harrington tilkynnti lið Evrópu í Ryder bikarnum í dag.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 12. september 2021 kl. 20:17

Harrington búinn að velja lið Evrópu fyrir Ryder bikarinn

Padraig Harrington fyrirliði evrópska liðisins í Ryder bikarnum tilkynnti lið sitt fyrir keppnina í kvöld.

Níu leikmenn spiluðu sig inn í liðið í gegnum heimslistann og stigalista keppninnar, Harrington valdi svo þrjá til viðbótar. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Jon Rahm, Tommy Fleetwood, Tyrrell Hatton, Bernd Wiesberger, Rory McIlroy, Viktor Hovland, Paul Casey, Lee Westwood, Sergio Garcia, Shane Lowry og Ian Poulter. Þeir þrír síðastnefndu voru valdir af Harrington.

Mótið er leikið á Whistiling straits vellinum í Wisconson 24.-26. september næstkomandi.

Örninn járn 21
Örninn járn 21