Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Háskólagolfið: Viktor Ingi búinn með lokamót annarinnar
Viktor Ingi Einarsson. Mynd: seth@golf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 20:55

Háskólagolfið: Viktor Ingi búinn með lokamót annarinnar

Viktor Ingi Einarsson GR og liðsfélagar hans í Missouri háskólanum voru á meðal keppenda á Hoakalei Invitational mótinu sem fór fram dagana 28.-30. október í bandaríska háskólagolfinu.

Um var að ræða síðasta mót annarinnar hjá Viktori en næsta mót hjá honum fer fram eftir áramót.

Viktor Ingi lék sem einstaklingur í mótinu en var þó betri en tveir félagar hans sem komust í liðið. Viktor lék hringina þrjá í mótinu á 3 höggum yfir pari. Besti hringurinn hans kom á öðrum keppnisdegi þegar hann lék á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari en hann endaði í 52. sæti í einstaklingskeppninni af 114 keppendum.

Næsta mót hjá liðsmönnum Missouri skólans fer fram dagana 15.-16. febrúar. Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.