Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Heimslisti karla: Litlar breytingar við toppinn
Brooks Koepka sigraði á PGA mótaröðinni um helgina.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 8. febrúar 2021 kl. 20:00

Heimslisti karla: Litlar breytingar við toppinn

Heimslisti karla í golfi var í gær uppfærður eftir mót helgarinnar á stærstu mótaröðum heims. Litlar breytingar urðu á efstu sætum listans.

Sigurvegarar helgarinnar, Dustin Johnson og Brooks Koepka, styrktu báðir stöðu sína á listanum en Johnson er sem fyrr í efsta sætinu og Koepka er nú kominn upp í 12. sæti úr því þrettánda.

Johnson hefur nú verið í efsta sæti heimslistans í 116 vikur. Koepka var á sínum tíma í 47 vikur í efsta sætinu en hann hefur þó verið töluvert frá sínu besta undanfarna mánuði þangað til hann sigraði á WM Phoenix Open á PGA mótaröðinni um helgina.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla í golfi.

Staða efstu kylfinga:

1. Dustin Johnson
2. Jon Rahm
3. Justin Thomas
4. Xander Schauffele
5. Tyrrell Hatton
6. Rory McIlroy
7. Collin Morikawa
8. Webb Simpson
9. Bryson DeChambeau
10. Patrick Reed