Fréttir

Heimslisti kvenna: Hur upp um 78 sæti frá því í mars
Mi Jung Hur.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 13. ágúst 2019 kl. 21:00

Heimslisti kvenna: Hur upp um 78 sæti frá því í mars

Suður-kóreski kylfingurinn Mi Jung Hur hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og skilaði það loks sigri á sunnudaginn þegar hún bar sigur úr býtum á Ladies Scottish Open mótinu. Fyrir vikið er Hur komin upp í 43. sæti heimslistans.

Fyrr á þessu ári, nánar tiltekið í 18. mars, var Hur komin niður í 121. sæti heimslistans en best komst hún í 15. sætið árið 2017. Hún hefur aftur á móti náð að snúa við blaðinu undanfarnar vikur eins og sést á stöðu hennar á listanum en hún er búin að fara upp um 78 sæti frá því í mars.

Það er enn Jin-Young Ko sem vermir efsta sætið. Hún hefur nú verið þar samfleytt í þrjár vikur og samtals 15 vikur á sínum ferli. Engar breytingar eru á 10 efstu konunum en listann í heild sinni má sjá hérna.