Fréttir

Íslandsmótið í höggleik: 20 á biðlista
Íslandsmótið í höggleik fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 4. ágúst 2020 kl. 13:00

Íslandsmótið í höggleik: 20 á biðlista

Íslandsmótið í höggleik 2020 fer fram dagana 6.-9. ágúst hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli. Alls komast 150 kylfingar að í ár en 171 kylfingur sótti um þátttöku í mótinu.

Hámarksfjöldi keppenda er eins og fyrr segir 150 samkvæmt reglugerð Golfsambandsins og komast að lágmarki 36 kylfingar í hvorn flokk. 34 konur eru skráðar til leiks og því ættu 116 karlkylfingar keppa í ár en samkvæmt Golfbox komust 117 karlar inn.

Hæsta forgjöfin sem komst inn í karlaflokk var 3,1. Tveir aðrir kylfingar voru með þá forgjöf en þeir eru fyrstu menn á biðlista.

Hér er hægt að sjá keppnislista Íslandsmótsins.

Hér má sjá hverjir eru á biðlista fyrir Íslandsmótið 2020:

1 Markús Marelsson, Golfklúbburinn Keilir 3,1
2 Heiðar Snær Bjarnason, Golfklúbbur Selfoss 3,1
3 Pétur Örn Sigurbjörnsson, Golfklúbbur Reykjavíkur 3,2
4 Jóhann Frank Halldórsson, Golfklúbbur Reykjavíkur 3,2
5 Axel Óli Sigurjónsson, Golfklúbburinn Oddur 3,3
6 Helgi Freyr Davíðsson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 3,5
7 Jóhann Gunnar Kristinsson, Golfklúbbur Reykjavíkur 3,6
8 Aron Ingi Hákonarson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 3,7
9 Bjarki Þór Davíðsson, Golfklúbburinn Oddur 3,7
10 Sindri Snær Skarphéðinsson, Golfklúbbur Öndverðarness 3,7
11 Jón Þór Jóhannsson, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 3,8
12 Valdimar Ólafsson, Golfklúbburinn Leynir 3,8
13 Brynjar Örn Rúnarsson, Golfklúbbur Norðfjarðar 3,9
14 Arnar Freyr Hermannsson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 4,0
15 Dagur Snær Sigurðsson, Golfklúbbur Reykjavíkur 4,1
16 Haukur Ingi Júlíusson, Golfklúbbur Suðurnesja 4,2
17 Birkir Þór Baldursson, Golfklúbburinn Oddur 4,4
18 Atli Elíasson, Golfklúbburinn Oddur 4,4
19 Arnór Daði Rafnsson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 4,6
20 Tristan Snær Viðarsson, Golfklúbbur Mosfellsbæjar 4,6

Tengdar fréttir:

Guðmundur Ágúst mun ekki verja titilinn
Skráningu í Íslandsmótið lýkur í kvöld
GM þarf þína aðstoð fyrir Íslandsmótið á þessum fordæmalausu tímum
Sigursælustu kylfingar Íslandsmótsins í höggleik frá upphafi
Böðvar Bragi með lægstu forgjöfina í Íslandsmótinu
Nýir hvítir teigar á Hlíðavelli fyrir Íslandsmótið
Valdís Þóra: Virkilega leiðinlegt