Fréttir

Nýir hvítir teigar á Hlíðavelli fyrir Íslandsmótið
Nýr teigur á 9. holu Hlíðavallar. Mynd: Davíð Gunnlaugsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 3. ágúst 2020 kl. 20:17

Nýir hvítir teigar á Hlíðavelli fyrir Íslandsmótið

Íslandsmótið í höggleik fer fram dagana 6.-9. ágúst hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli.

Vallarstarfsmenn hafa undanfarið breytt uppsetningu vallarins í tilefni þess að stærsta mót ársins er framundan en á meðal þess sem breytist er að holur 6, 9 og 16 lengjast allar.

Hvítu teigarnir á umræddum holum eru allir nýir og þá verða bláu teigarnir á sömu holum færðir aftur. Að sögn Davíðs Gunnlaugssonar, íþróttastjóra GM, lengist völlurinn fyrir vikið um tæpa 100 metra.

Á heimasíðu klúbbsins kemur einnig fram að röffsláttur hafi hækkað úr 44 mm upp í 62 mm og að stór hluti af þeim rauðu svæðum sem sett voru upp á vellinum til þess að hraða leik verið fjarlægð. Það mun þó aftur breytast þegar mótinu lýkur.

Hér fyrir neðan má sjá nýjan hvítan teig á 6. holu.

Tengdar fréttir:

Guðmundur Ágúst mun ekki verja titilinn
Skráningu í Íslandsmótið lýkur í kvöld
GM þarf þína aðstoð fyrir Íslandsmótið á þessum fordæmalausu tímum
Sigursælustu kylfingar Íslandsmótsins í höggleik frá upphafi
Böðvar Bragi með lægstu forgjöfina í Íslandsmótinu
Íslandsmótið í höggleik: 20 á biðlista
Valdís Þóra: Virkilega leiðinlegt