Fréttir

Íslandsmótið: Staðan í karlaflokki eftir fyrsta keppnisdag
Aron Snær Júlíusson er í forystu eftir fyrsta keppnisdag Íslandsmótsins. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 6. ágúst 2020 kl. 19:43

Íslandsmótið: Staðan í karlaflokki eftir fyrsta keppnisdag

Fyrsti keppnisdagur Íslandsmótsins í höggleik fór fram í dag við nokkuð krefjandi aðstæður á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Níu karlar léku undir pari og deildu þeir Aron Snær Júlíusson og Tómas Eiríksson Hjaltested besta skorinu á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Aron Snær hefur stimplað sig inn sem einn besti kylfingur landsins á síðustu árum en Tómas er ungur og efnilegur kylfingur úr GR sem hefur verið að gera góða hluti á unglingamótaröðinni undanfarin ár.

Jafnir í þriðja sæti eru þeir Viktor Ingi Einarsson GR, Rúnar Arnórsson GK og Sverrir Haraldsson GM á 2 höggum undir pari.

Í sjötta sæti eru svo Sigurður Bjarki Blumenstein GR, Axel Bóasson GK, Böðvar Bragi Pálsson GR og Bragi Arnarson GR. Axel er í leit að sínum fjórða Íslandsmeistaratitli.

Efstu tveir kylfingarnir í Einvíginu á Nesinu fyrr í vikunni, þeir Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson deila 27. sæti á 3 höggum yfir pari.

Staða efstu kylfinga í karlaflokki eftir fyrsta keppnisdag Íslandsmótsins:

1. Tómas Eiríksson Hjaltested, -3
1. Aron Snær Júlíusson, -3
3. Viktor Ingi Einarsson, -2
3. Rúnar Arnórsson, -2
3. Sverrir Haraldsson, -2
6. Sigurður Bjarki Blumenstein, -1
6. Axel Bóasson, -1
6. Böðvar Bragi Pálsson, -1
6. Bragi Arnarson, -1
10. Kristófer Karl Karlsson, Par
10. Birgir Björn Magnússon, Par
10. Bjarki Pétursson, Par
10. Haukur Már Ólafsson, Par
10. Svanberg Addi Stefánsson, Par
10. Kristján Þór Einarsson, Par
10. Arnar Geir Hjartarson, Par
10. Egill Ragnar Gunnarsson, Par

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Tómas Eiríksson Hjaltested.

Tengdar fréttir:

Ungur GR-ingur í toppbaráttunni - er högglangur og góður púttari
Aron Snær ánægður með fyrsta hringinn á þremur undir pari