Íslandsmótið: Viktor Ingi fékk flesta fugla | Hilmar flesta erni
Íslandsmótið í höggleik fór fram um helgina á Grafarholtsvelli og þótti vel heppnað. Guðmundur Ágúst Kristjánsson fagnaði sínum fyrsta titli í karlaflokki á meðan Guðrún Brá Björgvinsdóttir varði titil sinn í kvennaflokki.
Hægt var að fylgjast með gangi mála í mótinu á Golfbox vefsíðunni í fyrsta skiptið og er þar hægt að nálgast alls konar tölfræðiupplýsingar um mótið.
Til að mynda sést þar að sigurvegarinn í karlaflokki, Guðmundur Ágúst, lék manna best í mótinu á par 5 holunum og var með meðalskor upp á 4,33 högg.
Þá er einnig hægt að sjá að Hilmar Snær Örvarsson fékk flesta erni í mótinu og Viktor Ingi Einarsson flesta fugla. Kylfingur greindi einmitt frá því að Hilmar byrjaði frábærlega og fékk tvo erni á fyrstu fjórum holum mótsins.
Hér fyrir neðan má sjá samantekt helstu tölfræðiþátta Íslandsmótsins:
Lægsta meðalskor á par 3 holum:
1. Ólafur Björn Loftsson 2,94 högg
1. Rúnar Óli Einarsson 2,94 högg
3. Rúnar Arnórsson 3,00 högg
3. Aron Snær Júlíusson 3,00 högg
3. Nína Björk Geirsdóttir 3,00 högg
6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson 3,06 högg
Ólafur Björn Loftsson.
Lægsta meðalskor á par 4 holum:
1. Arnar Snær Hákonarson 3,84 högg
2. Jóhannes Guðmundsson 3,86 högg
3. Haraldur Franklín Magnús 3,89 högg
4. Bjarki Pétursson 3,91 högg
4. Andri Þór Björnsson 3,91 högg
6. Sigurður Arnar Garðarsson 3,93 högg
Arnar Snær Hákonarson.
Lægsta meðalskor á par 5 holum:
1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson 4,33 högg
2. Ragnar Már Garðarsson 4,50 högg
3. Axel Bóasson 4,58 högg
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir 4,58 högg
3. Birgir Björn Magnússon 4,58 högg
3. Ragnar Már Ríkarðsson 4,58 högg
3. Andri Már Óskarsson 4,58 högg
Íslandsmeistararnir léku báðir vel á par 5 holunum.
Flestir ernir:
1. Hilmar Snær Örvarsson 3
2. Jón Gunnarsson 2
2. Kristófer Orri Þórðarson 2
2. Sigurður Arnar Garðarsson 2
2. Andri Már Óskarsson 2
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson 2
2. Haraldur Franklín Magnús 2
Hilmar Snær Örvarsson.
Flestir fuglar:
1. Viktor Ingi Einarsson 22
2. Jóhannes Guðmundsson 19
3. Birgir Björn Magnússon 18
3. Ingvar Andri Magnússon 18
3. Ragnar Már Garðarsson 18
3. Hákon Örn Magnússon 18
Flest pör:
1. Tumi Hrafn Kúld 52
2. Andri Þór Björnsson 50
3. Eyþór Hrafnar Ketilsson 48
3. Þórður Rafn Gissurarson 48
5. Ólafur Björn Loftsson 47
6. Rúnar Arnórsson 46
6. Bjarki Pétursson 46
6. Nína Björk Geirsdóttir 46
6. Kristófer Tjörvi Einarsson 46
Tumi Hrafn Kúld.
Flest pör eða betra skor:
1. Andri Þór Björnsson 63
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson 62
3. Rúnar Arnórsson 61
3. Aron Snær Júlíusson 61
3. Arnar Snær Hákonarson 61
6. Bjarki Pétursson 60
Andri Þór Björnsson.