Fréttir

Johnson líklegastur á fyrsta móti ársins
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 5. janúar 2021 kl. 15:30

Johnson líklegastur á fyrsta móti ársins

Fyrsta mót ársins á PGA mótaröðinni hefst á fimmtudaginn og líkt og undanfarin ár er það Sentry Tournment of Champions sem er fyrsta mót ársins. Kylfingar sem unnu mót á síðasta tímabili eru með þátttökurétt í mótinu.

Eins og kom fram í síðustu viku þá er metfjöldi þátttakenda í mótinu þetta árið en nokkrum kylfingum með engan sigur á síðasta tímabili var boðin þátttaka í mótinu.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er á meðal keppenda í mótinu og er honum að sjálfsögðu spáð sigri. Johnson lék gríðarlega vel á síðasta tímabili eftir að PGA mótaröðin snéri til baka úr pásu um mitt síðasta ár. Hann vann meðal annars Masters mótið sem er síðasta mótið sem hann lék í. Johnson hefur einnig leikið vel í þessu móti en í þau 10 skipti sem hann hefur tekið þátt hefur hann átta sinnum orðið á meðal 10 efstu og þar af tvisvar fagnað sigri (2013, 2018).

10 kylfingar sem eru taldir líklegir til sigurs um helgina:

10. Tony Finau.
9. Viktor Hovland
8. Patrick Cantlay
7. Webb Simpson
6. Hideki Matsuyama
5. Patrick Reed
4. Jon Rahm
3. Xander Schauffele
2. Justin Thomas
1. Dustin Johnson