Fréttir

PGA: Fyrsta mót ársins með metfjölda þátttakenda
Justin Thomas.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 2. janúar 2021 kl. 22:04

PGA: Fyrsta mót ársins með metfjölda þátttakenda

PGA mótaröðin fer af stað að nýju á fimmtudaginn eftir jólafrí. Fyrsta mót nýs árs er að venju Sentry Tournament of Champions en mótið samastendur jafnan af sigurvegurum síðasta tímabils. Því hefur þátttakendalistinn verið frekar lítill.

Örlítil breyting var gerð á reglum mótsins í ár og fá nú einnig þeir kylfingar sem komust á lokamót ársins, Tour Championship, á síðasta tímabili en höfðu ekki unnið mót á tímabilinu fá einnig þátttökurétt á Sentry Tournament of Champions. 17 kylfingar sem tóku þátt í lokamótinu höfðu ekki unnið mót og var því þeim öllum bætt við þátttakendalistann.

Rory McIlroy, sem var einn af þeim kylfingu, kaus hins vegar að taka ekki þátt í mótinu. Tyrrell Hatton, sem fagnaði sigri á Arnold Palmer Invitational mótinu, hefur einnig ákveðið að vera ekki með og að lokum hefur Jim Herman greinst með Covid-19 og hafa því þrír kylfingar dregið sig úr leik. Það verða því 42 kylfingar sem hefja leik á fimmtudaginn að öllu óbreyttu sem er met í þessu móti.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, verður á meðal keppenda en þetta er fyrsta mótið sem hann leikur í eftir sigurinn á Masters mótinu. Sigurvegari síðasta árs á mótinu, Justin Thomas, er einnig á meðal keppenda.