Fréttir

McDowell gestgjafi Opna írska mótsins næstu tvö ár
Graeme McDowell.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 2. desember 2019 kl. 20:28

McDowell gestgjafi Opna írska mótsins næstu tvö ár

Risameistarinn Graeme McDowell verður gestgjafi Opna írska mótsins næstu tvö ár og byrjar því í maí árið 2020 þegar mótið fer næst fram.

Hinn 40 ára gamli McDowel tekur við af Norður-Íranum Rory McIlroy sem var gestgjafi mótsins í ár.

„Það eru mikil forréttindi að fá tækifæri til að halda Opna írska mótið bæði árið 2020 og 2021,“ sagði McDowell.

„Mótið hefur orðið sterkara undanfarin ár þökk sé styrktaraðilunum og vinnu þeirra Rory og Paul [McGinley] ásamt öllum frá Evrópumótaröðinni.

Ég hlakka til að bera ábyrgð á mótinu næstu tvö ár og bæta við sögu mótsins.“