Fréttir

Myndband: 20 bestu högg McIlroy á Evrópumótaröðinni
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl. 13:11

Myndband: 20 bestu högg McIlroy á Evrópumótaröðinni

Rory McIlroy komst í efsta sæti heimslistans að nýju í gær þegar heimslisti karla var uppfærður eftir mót helgarinnar. 

McIlroy hóf ferilinn á Evrópumótaröðinni árið 2007 og hefur hann unnið 14 mót á mótaröðinni. Í tilefni þess að hafa náð efsta sæti heimslistans að nýju tók Evrópumótaröðin saman 20 bestu högg McIlroy. Eins og gefur að skilja eru höggin frábær enda hefur McIlroy verið einn af bestu kylfingum heims margra ára bil.

Hann hefur nú samtals verið í 96 vikur á heimslistanum en aðeins þrír kylfingar hafa verið lengur í efsta sætinu. Í næstu viku mun McIlroy jafna við Nick Faldo yfir fjöldi vikna í efsta sætinu. Það verður þó töluvert verkefni að ná Greg Norman sem situr í öðru sæti þess lista en á sínum tíma var hann í 331 viku í efsta sæti listans. Tiger Woods er að sjálfsögðu efstu með samtals 683 vikur.

View this post on Instagram

Weeks at World No. 1 📊

A post shared by European Tour (@europeantour) on