Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: Dustin Johnson og Paulina Gretzky tilkynntu kyn barnsins á frumlegan hátt
Dustin og Paulina eiga von á sínu öðru barni
Mánudagur 27. febrúar 2017 kl. 14:13

Myndband: Dustin Johnson og Paulina Gretzky tilkynntu kyn barnsins á frumlegan hátt

Dustin Johnson og Paulina Gretzky eru ef til vill eitt þekktasta par innan golfheimsins, en Dustin er efsti maður heimslistans og Paulina er dóttir besta hokkí spilara allra tíma. Þau hafa verið saman síðan árið 2012 og eiga saman eitt barn.

Nú er aftur á móti að fjölga hjá þeim, því þau eiga von á barni síðar á árinu. Á dögunum tilkynntu þau kyn barnsins og var það með heldur frumlegum hætti. Paulina birti myndskeið af Dustin vera slá bolta sem sprakk um leið og hann sló í hann með drævernum og kom þá í ljós hvert kynið var. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má sjá hér að neðan.

Örninn 2025
Örninn 2025
 

💙👶🏼@djohnsonpga

A post shared by Paulina Gretzky (@paulinagretzky) on